Monday, July 28, 2008



Wednesday, July 23, 2008

seismískur hiti

Hér varð jarðskjálfti eftir miðnætti. Varði nokkuð lengi. Upptökin voru samt býsna langt frá Tokyo.

Hér er afskaplega heitt alla daga. Það hefur verið yfir 30 gráðu hiti upp á hvern dag og mikill raki. Hér er öllum heitt en fólk virðist mæta hitanum af hörku með því að klæða sig bara samt í jakkaföt og lakkskó.

Þegar Benedikt páfi var óbreyttur kardínáli var hann greinilega búinn að hanna sína eigin aðferð til að storka hitanum.

Monday, July 21, 2008

inner city pressure


Tuesday, July 15, 2008

hver framdi þetta körfuboltamót?!


Í Japan er að sjálfsögðu hægt að borða allar heimsins tegundir af mat. Þeirra eigin matarhefð virðist þó enn vera ráðandi, t.d á veitingastöðum. Maturinn á myndinni var bara fínn(reyndar er þetta mynd af bakkanum hennar Völu en ég fékk alveg eins). Maturinn í sem ég fékk í gær var hinsvegar ekkert sérstakur. Hálfgerð mizu-súpa með núðlum og öðru. Það sem gerir það spennandi fyrir okkur að fara japönsku staðina er að matseðlar eru eingöngu með japönsku letri og enskukunnátta þjónustufólks er afar takmörkuð. Niðurstaðan verður að þjónustufólkið fær að velja matinn fyrir okkur. Það veit líka langbest hvað er gott býst ég við. Nema reyndar í gær. Það virtust allir vera með góðan mat nema við. Ég hótaði auðvitað að fremja harakiri á staðnum. D.J.Ó.K.

ps. það er mjög áhugavert orðalag að tala um að "fremja harakiri". Dregur athöfnina einhvernveginn inn í siðferðilega rökvísi vesturlanda sem metur hana neikvætt. Það "fremur" t.d enginn körfuboltamót eða kvöldmatinn, eða skrifstofuvinnu. Það gæfi í skyn eitthvað neikvætt við athafnirnar. Ástæðan fyrir því að ég tek dæmið um körfuboltamótið er að einu sinni á Ísafirði heyrði ég mann segja að það hefði verið framið körfuboltamót þá um morguninn. Ég hugsaði um þetta orðalag lengi á eftir.

Monday, July 14, 2008

vakinn og sofinn í Tokyo

Á leiðinni til Japan kom ég við í Englandi í nokkra daga. Með mér í þeirri flugferð voru góðvinirnir Magnús Björn og Sigurður Eggerts. Þeir voru á leið til Kenýa daginn eftir. Sigurður var ákveðinn í flugferðinni og krafðist þess t.d að fá auka-máltíð eftir að hann hafði lokið sinni og hluta af máltíðinni hans Magga. Síðan sneri hann ákveðninni að mér og sagði: "Ef þú ert að fara til Tokyo þá áttu eftir að fokkast upp". Hann bætti síðan við að tímamismunurinn væri svo mikill að það ruglaði alveg í svefnkerfinu hjá manni. Síðan talaði hann um að þetta yrði ekkert mál fyrir hann og Magga því að þeir væru ekki að fara í gegnum mörg tímabelti með því að fara til Afríku. Ég vissi svo sem að þetta var rétt hjá honum. En ég þóttist vera nokkuð öruggur þegar ég kom til Tokýo um kvöld, sofnaði um miðnætti á japönskum tíma og vaknaði klukkan 7 daginn eftir. Fullkomið!
Spádómur Sigga hefur hinsvegar byrjað að rætast núna.

Friday, July 11, 2008

hér er ég

Ég er núna kominn til Japan og mun vera hér í Tokyo í sumar.
Þetta er alltsaman mjög áhugavert.
Það var líka örlítið gaman að millilenda í Kóreu.