jaaááá, Hemmi minn
Ætli NFS verði aftur með sinn þematíska, flippaða annál og RÚV með sinn krónólógíska, alvarlega?
Svona spurningar leita á mann á áramótum.
Ég ætla að nota tækifærið og segja nokkur orð. Ástu hitti ég fyrst á djamminu. Ég sá strax að hún var ekki nein lesbía, heldur mjög andlitsfríð og hress stelpa. Ég gaf henni því númerið mitt og sagði henni að hringja í mig ef hún myndi grennast eitthvað. Ég sá síðan Ástu ekkert fyrr en ári síðar og þá orðin svakalega flott, hún hafði nefnilega hætt að borða á kvöldin. En þá byrjaði hún öllum að óvörum með Dodda. Enginn hafði trú á að það samband myndi nú ganga upp enda hafði Doddi alltaf verið svo lauslátur og leiðinlegur við kvenfólk. En við sjáum að annað hefur komið á daginn. Hinsvegar er Ásta enn með númerið mitt ef Doddi byrjar að drekka aftur og sambandið fer allt í vaskinn. En gott fólk ég ætla ekki að hafa þetta lengra enda bíða fleiri eftir að fá að halda ræðu. Við skulum því lyfta glösum og skála fyrir brúðhjónunum, Dodda bróður og Ástu. Þau lengi lifi. Takk.