Saturday, December 30, 2006

jaaááá, Hemmi minn

Þá kemur gamlársdagur með sína góðu sjónvarpsþætti. Við erum að tala um endalausa fréttannála og þvílíkt kryddaða kryddsíld, áramótaskaup og fleira frábært. Þetta er meðal þess sem gerir hinn góða gamlársdag.

Ætli NFS verði aftur með sinn þematíska, flippaða annál og RÚV með sinn krónólógíska, alvarlega?

Svona spurningar leita á mann á áramótum.

Tuesday, December 26, 2006

Vopnahlé á jólum 1914

Jólin eru mjög svo góð. Vona að þú hafir það gott líka.

ritaði greinastúf á Vefritid. Mér þykir sá vera í anda jólanna.

Friday, December 22, 2006

Karate

Á hurðinni á spilabúð Magna á Laugaveginum standa eftirfarandi orð:

Varúð! Ég kann karate.
og nokkur önnur kínversk orð.

Reyndar er karate komið frá Japan. En þetta er samt ótrúlega gott framlag inn í annars tilbrreytingasnauða þjófavarnamenningu.

Wednesday, December 20, 2006

tenglar fyrir alla

Jæja, búinn í prófum og er mjög hress. Fór út að borða fínt í gær og rölti mikið um í bænum í dag. Leitaði að gjöfum. Keypti samt ekki neina.

Ég er núna búinn að uppfæra tenglalistann. Mikið rosalega er það óáhugavert verk að vinna. En allaveganna......
Upprunalegi tenglalistinn "tenglar" stendur samt enn, enda einhver besti tenglalisti síðari ára og mæli ég með því að þú gaumgæfir hann.
Nú hef ég bætti við tenglaflokkunum: "þrjú Egg","vefrit", "guðfræðigengið" og "bloggfólk sem bloggar"

Ef þú vilt vera þarna þá geturðu kommentað eitthvað. Ég þori að veðja að þessi listi sé ekki tæmandi.

Monday, December 18, 2006

R.E.S.P.E.C.T

Þegar kennarar takast á við agavandamál í bekknum sínum eru góð ráð dýr. Mér skilst að það geti verið sterkur leikur fyrir kennara í slíkri stöðu að klæða sig eins og Michelle Pfeiffer gerði í kvikmyndinni Dangerous minds.

Ef það virkar ekki er líka bara hægt að stökkva og festa kaup á nýjum buxum af þessari gerð.

Virðing.
Þetta snýst um að nemendur skilji að kennarinn er enginn auli.

Saturday, December 16, 2006

Staðreynd

Á Lögbergi er gaman,
þar lesa allir saman,
þeir lesa úti og inni
og allir eru með.

Thursday, December 14, 2006

Að hugsa of smátt

"Stop thinking like an insect!"

Howard Hughes i kvikmyndinni The Aviator

Tuesday, December 12, 2006

Rjómakelling

Nýverið heyrði ég mömmu ungrar stúlku gefa henni heitt kakó með rjóma með þeim orðum að hún væri "svo mikil rjómakelling"

Ég fór að hugsa hvað það væri fyndið að prófa að segja þetta einhvern tíman við fullorðinn karlmann.

1,13,126,23,46

Er núna að lesa fyrir próf í Sálmunum. Virkilega sem þeir eru magnaðir. Breiddin í þeim er gífurleg og hreinskilni sálmaskáldanna mikil. Þeir kvarta og kveina í Guði, þeir fagna í honum, undrast, velta vöngum, fela áhyggjur sína honum, stynja, andvarpa og gleðjast. Allt í senn. Sálmarnir byggja á ríkri hefð til mörg þúsunda ára. Á fólki sem sá Guð sem miðlægan í sinni tilveru í þrautum sem og fögnuði.

Snú við hag vorum, Drottinn,
eins og þú gjörir við lækina í Suðurlandinu.
Þeir sem sá með tárum,
munu uppskera með gleðisöng.
Grátandi fara menn
og bera sæðið til sáningar,
með gleðisöng koma þeir aftur
og bera kornbindin heim.
sálmur 126:5-6

Sunday, December 10, 2006

Drottning vísindanna

Eitt sinn var guðfræðin álitin drottning vísindanna.
Ég held að þannig sé það ennþá.
Nema kannski í huga almennings.

Enda er hann oft kallaður sauðsvartur almúginn.

Saturday, December 09, 2006

nóttin er blá, mamma

Út er komin ævisaga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, fyrsta bindi. Fjallar um æskuár Hannesar. Þetta er lítil ljósritaður pési sem má versla á 99 krónur í bókaverslunum. Mér finnst að það hafi verið meiri möguleikar á húmor í þessum bækling en raun er. Hannes Hólmsteinn segir sjálfur að hann gæti alveg haft húmor fyrir þessum bækling ef hann væri skrifaður af húmor. Svo væri því miður ekki. Ég veit ekki alveg hvort ég sé fyllilega sammála því mati. Ég verð hinsvegar að segja að titill bókarinnar er óborganlegur:

Hannes
-nóttin er blá, mamma-

Friday, December 08, 2006

Nokkur orð

Vinnufélagi minn síðastliðið sumar heitir Jóhann Jökull. Sá bloggar annarslagið. Eru þar margar vel heppnaðar færslur. Hann skrifar útfrá sjónarhorni manns sem hefur skakka sýn á tilveruna. Ég er reyndar óánægður með að finna ekki eina færslu sem hann skrifaði um það þegar mamma hans fékk hugmynd að hlaupabretti eftir að hafa velt vélsleða. En hér er í staðinn ein lauflétt frá honum:

Ásta
Ég ætla að nota tækifærið og segja nokkur orð. Ástu hitti ég fyrst á djamminu. Ég sá strax að hún var ekki nein lesbía, heldur mjög andlitsfríð og hress stelpa. Ég gaf henni því númerið mitt og sagði henni að hringja í mig ef hún myndi grennast eitthvað. Ég sá síðan Ástu ekkert fyrr en ári síðar og þá orðin svakalega flott, hún hafði nefnilega hætt að borða á kvöldin. En þá byrjaði hún öllum að óvörum með Dodda. Enginn hafði trú á að það samband myndi nú ganga upp enda hafði Doddi alltaf verið svo lauslátur og leiðinlegur við kvenfólk. En við sjáum að annað hefur komið á daginn. Hinsvegar er Ásta enn með númerið mitt ef Doddi byrjar að drekka aftur og sambandið fer allt í vaskinn. En gott fólk ég ætla ekki að hafa þetta lengra enda bíða fleiri eftir að fá að halda ræðu. Við skulum því lyfta glösum og skála fyrir brúðhjónunum, Dodda bróður og Ástu. Þau lengi lifi. Takk.

Wednesday, December 06, 2006

Lítill heimur

Á þessari mynd má sjá hóp ungra drengja sem voru saman í barnaskóla. Einn þessara drengja er Ludwig Wittgenstein(1889-1951). Hann var, líkt og margir vita, ákaflega góður og heimsþekktur heimspekingur af gyðingaættum. Með honum á myndinni er Adolf Hitler, þá ungur og ekki búinn að fyrirskipa morð eða styrjaldir, svo vitað sé. Seinna meir, eftir að menn lærðu að skilja hversu hræðilegur Adolf Hitler var, þá hefur Wittgenstein kannski verið að fara í gegnum gamlar myndir. Kannski rakst hann þá á þessa mynd og hugsaði með sér: “Lítill heimur maður”

Nýja Reykjavík

Þetta er dæmigert. Nýja Reykjavík rís; skemmtileg, kröftug, örugg og heilbrigð. Verði okkur öllum að góðu:

Hækkanir á eldri borgara:
1. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu aldraðra hækkar um 8,8%.
2. Gjaldskrá fyrir frístundastarf eldri borgara hækkar um 9,7%.
3. Gjaldskrá fyrir hádegis- og kvöldmat hækkar um 9,2-9,6%.
4. Kaffi, te, mjólk og drykkjarvörur hækka um 10%.

Hækkanir á barnafjölskyldur:
5. Sundferðir fullorðinna hækka um 25% fyrir hvert skipti, 10 miða kort um 10% en árskort um 8,8%.
6. Gjaldskrá fyrir leikskóla hækkar um 8,8%.
7. Gjaldskrá fyrir frístundaheimili hækkar um 8,8% og hefur þá hækkað um 14,9% á árinu.
8. Gjaldskrá grunnnáms skólahljómsveita hækkar um 20%. Hækkanir á sorphirðu og í stöðumæla í miðbænum.
9. Gjaldskrá fyrir sorphirðu á að hækka um 22,8%.
10. Gjaldskrá í stöðumæla fyrir þriðju og fjórðu stund hækkar um 50-100%.

Hvað kaupa þeir sé síðan fyrir peninginn. Jú, þeir hækka rekstrakostnað skrifstofa sinna um 16% og launin sín um 8%.

Tuesday, December 05, 2006

jebb

Ég hef ekki verið þekktur fyrir að vera áðdáandi Bond-mynda. Sérstaklega hefur mér þótt þróun þeirra í átt að ósýnilegum bílum og íshöllum vera ferlega speisuð.
Ég var því dreginn inn á nýju Bond myndina, Casino Royal nýlega. Hún er góð. Þannig er það bara.

Monday, December 04, 2006

Gott að segja á tímamótum?

jaaáááá, Hemmi minn

Sunday, December 03, 2006

Alternative Icelandic grammar

Hér er: Spegill
Um: Spegil
Frá: Spagli
Til: Spegils

skemmtilegt