Saturday, April 28, 2007

gaman

Stundum, þegar ég er svangur
Þá fæ ég mér nektar og ambrósíur
og hlæ að mannfólkinu

Friday, April 27, 2007

Erfitt að læra á bók? - Norsk Helpdesk

Það er svo erfitt að læra á bók. Það er næstum jafn erfitt og að læra á tölvu. Það sannast í þessu norska myndbroti þar sem munkur einn þarf að glíma við bóklestur í fyrsta sinn. Hann kallar í framhaldi á tæknimanninn. Ekki láta norskuna trufla þig. Ég held í raun að norskukunnáttu sé ekki þörf.

Gjörsvovel....

Prestastefna - Það sem enginn sá

Wednesday, April 25, 2007

Dabbi kóngur

Þetta er besta atriðið sem hefur verið í nokkru áramótaskaupi. Fáranlega vel gert, vel rappað, mjög fyndið auk þess sem það náði að fanga algerlega tíðarandann þegar nokkurra manna klíka drottnaði yfir Íslandi. Það er það sem áramótaskaup eiga að gera. Fanga tíðarandann.

Það hefur enginn setið lengur á forsætisráðherrastól
Hann er búinn að sitja lengur en Helmut Fokkíng Kohl

Stjórnarandstaðan lemur ekki fast,
samt getur verið gaman að fara í dvergakast


Þakka St. Einari, ástmögri Davíðs fyrir ábendinguna.

Saturday, April 21, 2007

bestu núlifandi guðfræðingarnir

Ég tók saman lista yfir bestu núlifandi guðfræðinga á helstu fræðasviðum guðfræðinnar.

Besti guðfræðilegi siðfræðingurinn- Stanley Hauerwas
Besti Nýja-testamentisfræðingurinn- N.T Wright
Besti Gamla-testamentisfræðingurinn – Walter Brueggemann
Besti Kirkjusagnfræðingurinn – Alister E. McGrath
Besti Trúfræðingurinn- Jürgen Moltmann

Ok.ég veit að þetta er tæpt með Alister E. Mcgrath þar sem hans svið er historical theology, en mér finnst hann samt best eiga heima þarna. Mér fannst þó erfiðast að velja besta trúfræðinginn og er ekki alveg viss um hvort ég sé sáttur. Jürgen Moltmann varð niðurstaðan en ég veit samt ekki alveg með þetta. Er enginn trúfræðingur sem er flottastur svo af ber? Maður hefði nú líka getað valið einhvern sem væri meira "edge" í, eins og John Milbank.

Ég lýsi síðan eftir þeim besta í kennimannlegri guðfræði annars vegar og almennri trúarbragðafræði hinsvegar.

Endilega komdu með eitthvað. Bentu á góða guðfræðinga sem ættu betur heima á einhverju sviðinu. Fleiri tilnefningar!

Friday, April 20, 2007

Valentine lost

"Passion killed by acid rain.
A rollercoaster in my brain."

-Eiríkur Hauksson, Valentine Lost-

Lagatextar sem koma inn á heilann heilla mig einhvern veginn. Mér finnst orðið heili, "brain" vera það orð sem einna næst kemst því að vera andstæðan við ljóðrænu.

Sunday, April 15, 2007

7 mál á dagskrá

guðfræðinemi sem gengur undir dulnefninu HH hefur það viðhorf að maður geti ekki verið fullnuma guðfræðingur nema að kunna að minnsta kosti 7 tungumál. Hann segir að maður verði að kunna koine-grísku, klassíska hebresku, latínu, þýsku, ensku,auk einhvers annars evrópumáls að viðbættu manns eigin móðurmáli.

Mig vantar latínu og þyrfti alvarlega að skerpa á þýskunni og hebreskunni. Hvenær á maður svo að lesa þessa guðfræði?

Friday, April 13, 2007

samskipti

Oft þegar fólk er spurt í blöðum hvaða eiginleika það kunni best að að meta í fari annars fólks þá svarar það: hreinskilni.

Þetta finnst mér athyglisvert.

Ég kann nefnilega best að meta fólk sem fer eins og köttur í kringum heitan graut og talar í véfréttastíl án samtenginga.

Wednesday, April 11, 2007

Gemmér fix

Stundum á kvöldin þá finn ég að ég þarf fix.

Þá læt ég það líka bara eftir mér og fæ mér kiwi-köku og mjólkurglas.

Sunday, April 08, 2007

Góðar fréttir

Gröfin er tóm!

Jesús er upprisinn og hann lifir!

Get ekki annað en sett með eftirfarandi tilvitnun úr glænýjum Matteusar-kommentarnum mínum: The devil has lost. The devil had offered Jesus authority over all the kingdoms of the world if only Jesus would worship him,

but Jesus's whole life was a refusal of that offer.
It was a refusal that required Jesus to endure rejection and crucifixion, but through that endurance he has triumphed.

He alone now has the authority to send the disciples to the world to make disciples of all the nations....

....The disciples are now equipped to be sent to the nations, baptizing them into the death and ressurection of Jesus to make them citizens of his death-defying kingdom.

Friday, April 06, 2007

Í gegnum móðu' og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa,
og dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.

Davíð Stefánsson

Thursday, April 05, 2007

Í nótt er ég í Getsemane

".....í Getsemane. Þar var maður um nótt að stríða í bæn. Hann bugaðist frammi fyrir þeirri skelfingu sem blasti við honum í myrkrinu. Hann fór að skjálfa, hann lét hugfallast. Nærstaddir vinir heyrðu slitrótt óp: Faðir, tak þennan bikar frá mér, láttu þennan kaleik fara framhjá mér, ég get ekki drukkið það eitur, sem mennirnir eru að byrla mér og þér og sjálfum sér. En ef ekki er annað hægt, ef þú veist enga aðra leið en að þola þetta, verði þá þinn vilji. Hann stóð upp frá bæn sinni. Og var þá orðinn sterkur, viss, einbeittur. Hljóður gekk hann síðan á vit afdrifa sinna, hinn eini öruggi og sterki af öllum sem koma við sögu hans í höllum valdsins, á torgi múgsins, á aftökustaðnum Golgata. Þeir eru margir, sem hafa bugast eins og hann, beðið eins og hann. Og margir, sem hafa fundið hann við hlið sína, þegar þeir fóru að skjálfa og láta hugfallast. Þeir heyrðu Guð segja: Ég veit og skil, ég veit hvað það er að horfa inni í myrkrið svarta. Þú bergir engu svo, að ég hafi ekki fyrri fundið, hvernig það er að tæma óbærilega ramma skál. Og vittu það, að ég sem ber synd og harma heimsins, ég breyti hverjum beiskum dropa, sem þú bergir með mér , í lyf til lífs, ódauðlegs, sigrandi lífs."

Sigurbjörn Einarsson, Haustdreifar

Wednesday, April 04, 2007

until Jesus comes

Þessi lagatexti þykir mér einstaklega vel heppnaður. Hann, ásamt laginu er eftir hinn frábæra anglo-kaþólikka Sufjan Stevens og af plötunni Seven Swans. Þessi texti er líka svo viðeigandi í tengslum við þá atburði sem við minnumst á næstu dögum og gerðust ekki fyrir svo löngu síðan. Ef þú skilur ekki þess tengsl, þá ertu ekki nógu dugleg/ur við að fara í kirkju. Bættu úr því. Ef þú vilt heyra lagið með þá getur þú smellt hér

Abraham, worth a righteous one.
Take up on the wood,
Put it on your son.
Lake or lamb.
There is none to harm.
When the angel came,
You had raised your arm.

Abraham, put off on your son.
Take instead the ram
Until Jesus comes.

Tuesday, April 03, 2007

Hver kennir okkur þetta?

Var að horfa á þátinn Everybody Loves Raymond.
Í þættinum slítur bróðir Raymond sambandi sínu og konu sinnar.
Móðir hans er ekki ánægð með það og skammar hann.

Bróðir Raymond segir þá:
"Its my life I will do what I want".
Síðan skellir hann á eftir sér hurðinni.
Móðir hans snýr sér þá að Raymond og segir:
"Who has been telling him its his life?"

Mér fannst svolítið til í þessari athugasemd hjá henni.

Monday, April 02, 2007

maður er nefndur

Það var eitthvað örlítið frískandi við viðtalsbrotið við Slavoj Zizek sem var sýnt í Silfri Egils.

Það verður athyglisvert að sjá viðtalið þegar það verður birt í heild sinni.
Nema náttúrulega að hann segi eitthvað leiðinlegt. Sem er mögulegt. Þessi maður er líklega “loose cannon”.