Tuesday, October 31, 2006

Shabbos Kodesh

Í tilefni þess að ég og Vala erum með mann af gyðingaættum í heimsókn ætla ég að birta hér myndband sem sýnir hversu mikið fjör og gaman getur verið í kringum gyðinga.

Gjörsvovel...

Monday, October 30, 2006

Ég man....

þegar íslenski Sjónvarpsmarkaðurinn góði var í gangi á Stöð 2. Þá var Magnús Scheving alltaf að selja ógeðslega góðar moppur. Sannkallaðar töframoppur. Hann sullaði allskonar dóti á gólfið og moppaði það upp. Ekkert mál fyrir Magga Schev.

Ég vil fá endursýningar.

Sunday, October 29, 2006

göfugur starfi

bandarískur vinur okkar Völu kemur í heimsókn á morgun og verður í viku.
Við munum standa fyrir landkynningu í sjálfboðastarfi. Það er göfugt og fórnfúst starf. Er annars eitthvað "möst sí" fyrir svona ferðalanga á Íslandi?

Friday, October 27, 2006

Myspace, búið í dag

Jæja. Ég eyddi Myspace-heimsíðunni minni í dag. Minn Myspace-ferill hefur ekki verið glæstur. Hann byrjaði á veglegri opnun í gleði og sakleysi í Svíþjóð. Ég setti inn einhverja mynd af mér með sólgleraugu(ég er mjög sjaldan með sólgleraugu) og einhvern klikkaðan texta á ensku. Ég var mjög virkur í nokkra daga eftir stofnun og myspace-ferill minn reis hvað hæst þegar ég varð einn af meðlimum Urban Hunters hreyfingarinnar á Myspace. Eftir þetta fór ég eiginlega aldrei inn á síðuna, samþykkti aldrei nýja vini eða neitt. Myspace síðan mín stóð eftir óbreytt, kannski sem vitnisburður um fyrrverandi heimsveldi á myspace. Samt í raun alls ekki. Ég safnaði eiginlega aldrei neinum vinum. Myspace er ruglað fyrirbæri þar sem allir eru að reyna að vera ógeðslega flottir með sólgleraugu og klikkaða enska texta um bullið í sjálfum sér. Rest in Peace.

Sem seinasta andvarp myspace-síðunnar minna vil ég birta það sem var inngangstexti síðunnar og verður núna útgangstexti hennar:
This is me. I would like for you get to know me. Step in take of your coat, sit down and just contemplate everything you can see or find. It is me you find here. And at the same time it is not. Would it be fair to say that myspace profiles are like shopping windows? How far do we want to take that analogy? Not to far. This is all just for good fun.

Rowan Williams

Af vísi.is

Rowan Williams, erkibiskup, segir að yfirvöld megi ekki upphefja sig í að þykjast hafa vald til þess að segja fólki hvaða trúartákn það megi bera.

Rowan Williams er almennilegur þungavigtarguðfræðingur og mikill kirkjuleiðtogi. Það sem hann segir hér er svo gott. Áminning til þeirra yfirvalda sem þykjast ráða.

Thursday, October 26, 2006

kók í poka?

Af ruv.is:
Flugfarþegar mega frá 6. nóvember taka með sér umbúðir sem innihalda því sem nemur einum desilítra af vökva að hámarki í handfarangri í millilandaflugi. Umbúðirnar skulu vera í glærum poka með plastrennilás

Kannski að maður taki með sér kók í poka næst þegar maður flýgur. Samt ekkert mikið. Kannski bara einn desilítra. Já ég hugsa að það sé nóg.

Wednesday, October 25, 2006

Ég man......

Þegar íslenski Sjónvarpsmarkaðurinn góði var í gangi á Stöð 2. Þar var hægt að kaupa sérstök nuddgleraugu. Þau nudduðu mann í kringum augun.

Ég vil fá endursýningar.

messuþjálfun

Ég var í messuþjálfun áðan uppi á biskupsstofu ásamt nokkrum guðfræðinemum. Þetta var virkilega áhugavert og skemmtilegt. Ég er orðinn brennandi í áhuga mínum á helgihaldinu. Enda stefnir allt í að lokaritgerðin mín feli í sér þónokkrar athuganir á guðfræði helgihaldsins. Eða "litúrgíunnar" eins það er kallað á bransamálinu.

Tuesday, October 24, 2006

an absolute idiot

Sá frekar fyndið myndband sem Gauti Eggertsson benti á á síðunni sinni.
Demókratanum Larry Grant hefur fundist að fjölmiðlar séu ekki að taka nógu hart á Repúblikananum Bill Sali sem keppir við hann um sæti í fulltrúadeildinni í Idaho.

Þannig að hann tekur málin í sínar eigin hendur og gerir 1 stykki auglýsingu sem reddar því. Hana má sjá hér:

"He's an absolute idiot. He doesn't have one ounce of empathy in his whole friggin body and you can put that in the paper."

Erfingjar eftir fyrirheiti

"Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona. Þér eruð allir eitt í Kristi Jesú."

-Páll postuli-

Monday, October 23, 2006

góðleikari

Ég man enn þegar Óskar og Gummi deildu hart um hvort góðleikari væri orð. Þá vorum við yngri.
góðguðfræðingur? Má það líka vera orð? Hvern spyr maður um leyfi?

flókin gáta leyst

Svarið við gátunni í síðustu færslu er:
Í staðinn fyrir "afa þinn" átti að standa skrifað "áruna"

Þetta var greinilega rosa erfitt.
Hvers konar afi sveipar konur dulúðlegum blæ? Komm onn!

Saturday, October 21, 2006

gáta

Hér á eftir fylgir textabrot úr þekktu dægurlagi. Reyndu að finna 1 villu.

"Horfi á afa þinn sveipa þig dulúðlegum blæ.
Þú ert falleg með þriðja auganu séð.
Öll þessi námskeið hafa gert mér svo gott.
Loksins er ég stjörnufróður spámaður með eindæmum."

Friday, October 20, 2006

Computer Camp Love

Ég sá norsku hljómsveitina Datarock í gær á Airwaives. Þeir voru góðir og það var mikið stuð.

Það er hægt að hlusta á hljóðbrot hér.

sem sagt

Einni af bókunum sem ég fékk núna frá amazon.co.uk er ritstýrt af Stanley Hauerwas. í inngangi sínum tekst honum, eins og vanalega að segja góða hluti á alþýðumáli:

Scripture is the story that identifies God’s people. It is the memory and heritage that they share. It is a story that reminds them that they are not the first to be loved by God; that he has unfolded his call and purpose over countless generations; that in each era many have tried to follow, and a great number- perhaps most- have failed significantly.

Wednesday, October 18, 2006

Survivor

Það er gamall asískur spekingur í einu liðinu í Survivor sjónvarpsþáttunum. Hann heitir Cao Boi. Það fáranlega við þetta allt saman er að nafnið er borið fram eins og enska orðið Cowboy.

Tuesday, October 17, 2006

Cheerios-bolir

Hvenær ætli Cheerios-bolir komist aftur í tísku?

Monday, October 16, 2006

Mennonítar

"The regenerated do not go to war, nor engage in strife. They are children of peace who have beat their swords into plowshares and their spears into pruning forks, and know no war. ... Our weapons are not weapons with which cities and countries may be destroyed, walls and gates broken down, and human blood shed in torrents like water. But they are weapons with which the spiritual kingdom of the devil is destroyed. ... Christ is our fortress; patience our weapon of defense; the Word of God our sword. ... Iron and metal spears and swords we leave to those who, alas, regard human blood and swine’s blood of well-nigh equal value."

-Menno Simons-

Gott vefrit

Grein eftir mig á Vefritinu aftur í dag. Þetta er framhaldsgrein. Þriðji geirinn II. Fólk virðist ekki fá nóg af þriðja geiranum. Þannig að ég gef öllum aðeins meira.

Sunday, October 15, 2006

amazon.co.uk

Ef þú vilt panta bækur á amazon og fá þær fljótt skaltu ekki panta þær frá Bandaríkjunum. Pantaðu þær heldur frá Bretlandi. Ég hef reynt bæði og það er mun fljótara að panta frá amazon.co.uk.
Pantaði bækur á mánudagskvöldi og þær voru komnar á föstudegi.
Ekki lélegt það.

Verst að ég var ekki heima þegar pósturinn kom. Þannig að ég fæ þær í hendurnar á mánudegi.

Lymskufullir lestir

Matur er alveg lúmskt góður.

Saturday, October 14, 2006

Þriðji geirinn

Fyrsta greinin mín á Vefritið er komin út.

Friday, October 13, 2006

Vefritid.is

Nýtt vefrit var opnað í dag. Það hefur þá frumlegu slóð Vefritid.is
Ég skrifa þar og fleira gott fólk. Fylgstu með!

Thursday, October 12, 2006

Einhverjar bestu línurnar í Daníelsbók

Konungur Babyloníu segist ætla að kasta nokkrum ungum hebreum í brennandi eldsofn ef þeir tilbiðja ekki gull-líkneski sem hann hefur látið reisa.

Þeir svara:

“Vér þurfum ekki að svara þér einu orði upp á þetta.
Ef Guð vor, sem vér dýrkum, vill frelsa oss, þá mun hann frelsa oss úr eldsofninum brennandi og af þinni hendi, konungur.
En þótt hann gjöri það ekki, þá skalt þú samt vita, konungur, að vér munum ekki dýrka þína guði né tilbiðja gull-líkneskið, sem þú hefir reisa látið.``

telst jákvætt

Ég ætla mér að mæla með háskólamenntun í dag. Í dag eru sérstök meðmæli í gangi þar sem mælst er til þess að stjórnvöld fjárfesti meira í æðri menntun. Ég ætla með í þessi meðmæli enda er fjárfesting í mannauði langarðbærasta fjárfestingin(á eftir nýja disknum með 50 Cent).

Ég mæli líka með að þú komir. Þetta er klukkan 15:00 fyrir utan Aðalbyggingu HÍ og síðan gengið niður á Austurvöll. Jákvætt yfirbragð yfir þessu öllu saman. Sem hlýtur að teljast jákvætt. Eða hvað?

Wednesday, October 11, 2006

Töff í baði

In da Tub er sæmilega fyndin útgáfa grínarans Weird Al Yankovic af laginu In da Club með 50 cent. Lagið í útgáfu Weird Al fjallar um að það sé töff að fara í bað.
Mér þykir 50 Cent ekkert sérlega góður. Ég myndi alltaf velja Weird Al.

Det gør ikke noget

Undanfarið hefur mig langað til að vera sleipari í dönsku. Þetta hefur komið mér alveg að óvörum.

Monday, October 09, 2006

Gemmér að borða

Gaman að það sé búið að ákveða að lækka matarverðið. Það á samt ekki að lækka það fyrr en í mars. Rétt fyrir kosningar. Þessir gaurar eru svo góðir í að vera alltaf kosnir aftur og aftur. Og aftur og aftur. Að eilífu. Amen

Sunday, October 08, 2006

skemmtilegt

Elling er virkilega fín mynd.

Saturday, October 07, 2006

Skrýtið

Einu sinni var ég á ættarmóti. Einn bróðir hans pabba gekk hægum skrefum til mín benti á mig vísifingri og sagði hægt: “Ég man.....”
Síðan kom gott hik og hann botnaði:
“.......þegar Noregur vann Eurovision en Ísland lenti bara í 15.sæti”
Ég sem hélt að hann ætlaði að renna yfir einhverja gamla minningu um mig. En það var ekki. Ég skil ekki ennþá hvers vegna hann mundi þetta allt í einu svona á miðju ættarmóti. Hann man ábyggilega ekki lengur eftir þessu. En hér sit ég og blogga um þetta. Skrýtið.

Friday, October 06, 2006

Einn góður í Stuttgart

James Bond: “If you shoot me from there it wont look like an accident”

Vondi kallinn: “Believe me mr. Bond. I am a doctor of forensic science. I could shoot you from Stuttgart, and still make it look like an accident”

Wednesday, October 04, 2006

Ólíklegt

Ég sá einu sinni japanska stelpu í Svíþjóð með glæsilegan bónuspoka Það var eitthvað svo ótrúlega ólíklegt.

Tuesday, October 03, 2006

Flinkir starfsmenn

“Kaffi Latte í götumáli” kallar fólkið gjarnan á Kaffitár.
Þetta er fín íslenskun.