Thursday, November 30, 2006

vantar þig aura?

"Vantar þig aura?" sá ég nýverið skrifað á strætisvagn.

Ég fór að velta því fyrir mér hvort að "aurar" væru ekki torskilið hugtak fyrir yngri kynslóðir sem aldrei þekktu aura sem peningamynt? Er ekki líklegt að krakkar skilji orðin "vantar þig aura" en hafi tapað skilningi á því hvað "aur" er?

Svona svipað eins og ég hef enga tilfinningu fyrir því hvað "buski" er. Samt skil ég vel þegar einhverju er kastað langt út í buskann.

Wednesday, November 29, 2006

pagebull

Þetta getur verið alveg ágætt leitarforrit. Sýnir manni vefsíðurnar svo það auðveldar að greina kjarnann frá hisminu.

Mæli allavegana með að þú prófir þetta

Tuesday, November 28, 2006

Alternative News Program

Ég hef það frá öruggum heimildum að heimspekingurinn heimsþekkti Slavoj Žižek fíli Arnald Indriðason og að hann hefur lesið fjórar bækur eftir manninn. Sérstaklega fílar hann "this concept of alternative history" sem megi finna í Napóleon-skjölunum. Hér er ein færsla í þeim anda:

Kvöldfréttir á sunnudegi:
Elín Hirst: "og þá eru komnar nýjar tölur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norð-austurkjördæmi. Guðmundur Gunnarsson fréttamaður er á staðnum. Guðmundur, Hvernig gengur talningin?"

Guðmundur Fréttamaður: "Hún gengur mjög illa. Fólk er mikið að ruglast. Sumir eru talnablindir og aðrir kunna bara að telja upp á tíu. Það er allt í uppnámi hér"

Kvöldfréttir daginn eftir:
"Það er helst í fréttum að talning mistókst í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norð-austurkjördæmi eftir alvarlegt rifrildi talingarnefndar. Ákveðið hefur verið að hagræða úrslitunum. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýnir þessi vinnubrögð harðlega og segir þau vera einkar ólýðræðisleg.
Geir H. Haarde segist aðspurður vera ósammála Össuri og að hér sé um innanbúðarmál Sjálfstæðiflokksins að ræða. Hann segir að Össur sé bara öfundsjúkur vegna þess hve margir kusu í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins sem þar afleiðandi hafi verið mun lýðræðislegri en prófkjör Samfylkingarinnar. Össur ætti því að horfa í eigin barm áður en hann fari að gagnrýna lýðræði annarra flokka."

Sunday, November 26, 2006

Encore

Flottur þessi nýi pistill hjá Agli Helga. Hann virðist ætla að stimpla sig fyrir fullt og allt inn íslenska þjóðmálaumræðu sem blaðrari sem veigrar sér ekki við að gefa sér forsendur sem eru rangar til að komast að niðurstöðu sem er glötuð.
Meira af þessu Egill!

Kaffibandalag stjórnarandstöðunnar

Sigurður Kári kom með ótrúlega fyndna lýsingu á kaffibandalagi stjórnarandstöðuflokkanna:

Drekkandi kaffi og borðandi randalínur saman og reyna eitthvað að fara yfir málin

Það er sorglega hlægileg mynd sem er dregin hér upp af þessum bandalagi. Ég dauðöfunda Sigga af að hafa sagt þetta. Ég vildi að ég hefði sagt þetta. Stór plús í kladdann.

Saturday, November 25, 2006

klassík?

The Man Who Knew to Little er fyndin mynd. Löngum hef ég hugsað að hún sé kannski besta grínmynd sem ég hef séð. Þyrfti samt að sjá hana aftur til að staðfesta það.

Friday, November 24, 2006

Viggó viðutan

Viggo Mortensen er leikari sem lék m.a í Hringadróttinssögu. Það er til annar Viggo Mortensen sem er prófessor í guðfræði við Kaupmannahafnarháskóla. Fólk hefur verið að panta guðfræðibækur á netinu og orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar það hefur komist að því að þær tengjast ekkert kvikmyndinni Hringadróttinssögu.

Thursday, November 23, 2006

guðfræðigrín

guðfræðingurinn Stanley Hauerwas á það til að vera fyndinn.

One reason why we Christians argue so much about which hymn to sing, which liturgy to follow, which way to worship is that the commandments teach us to believe that bad liturgy eventually leads to bad ethics. You begin by singing some sappy, sentimental hymn, then you pray some pointless prayer, and the next thing you know you have murdered your best friend.

Fyrir heiðingjana hér inni þá merkir orðið Liturgy helgihald og hymn merkir sálmur:)

Wednesday, November 22, 2006

Hálfur væri hellingur

Why aren't you kind to me ?
You could so easily
Take me in your arms and see
A donkey – a beast for thee

If you had half a mind
Leave worldly things behind
Devote to being kind
You to me – a beast for thee
-Bonnie Prince Billy-
úr laginu Beast For Thee

Tuesday, November 21, 2006

Ég man…

....að árið 1994 var ég að labba með frænda mínum á Miklatúni í Reykjavík á björtu sumarkvöldi. Þá vorum við ungir. Ég sönglaði lagið I Feel It In My Fingers úr kvikmyndinni Four Weddings and a Funeral. Frændi minn spurði:
“Af hverju ertu að syngja svona lélegt lag?”
“Þetta er gott lag” sagði ég.
“Þetta er ekkert gott lag” sagði hann og bætti við:
“þetta er hinsvegar gott lag”
Síðan söng hann lagið Black Hole Sun með Soundgarden og viðhafði mikil tilþrif. Ég man að mér fannst eins og bjarta sumarkvöldið yrði örlítið myrkara við sönginn. Samt hafði ég fullan skilning á að honum þætti lagið gott.

Monday, November 20, 2006

útúrspeisuð kvöldstund

það væri fyndið þegar maður væri að þakka fyrir sig í matarboði og fara heim eftir huggulega kvöldstund að segja: “Já takk kærlega fyrir mig þetta er búið að vera frábært kvöld. Alveg speisað!”

Ég er viss um að gestjafinn myndi hugsa mikið um hvernig bæri að skilja þetta.

Sunday, November 19, 2006

Anglikanar og Lútheranar

Sufjan Stevens var eintaklega góður í gær. Þessi hressi Anglikani mætti ásamt þrusgóðri hljómsveit og upplifunin var mikil. Hann var líka temmilega fyndinn. Byrjaði að segja einhverja sögu sem magnaðist í lýsingum uns það varð augljóst að hún gæti ekki verið sönn vegna þess að sjóræningar voru farnir að mæta inn á sögusviðið með króka, leppa og læti.

Í morgun var síðan sérstök hátíðardagskrá tileinkuð Sigurbirni Einarssyni. biskup. Ég komst þangað við illa leik, eftir að hafa fest bílinn í snjónum. Það var mjög gott að hlýða á ólík erindi og taka svo þátt í messu með öllu fólkinu. Sigurbjörn predikaði og allir sálmar sem sungnir voru eru eftir hann.

sálmur 356 var m.a sunginn og held ég mikið upp á hann.
Fyrsta vers hans er svona:

Þú, Guð, sem veist og gefur allt
mitt geð er hvikult blint og valt
og hugur snauður, hjartað kalt,
Þó vil ég vera þinn.
Og þú ert ríkur, þitt er allt,
og þú ert faðir minn.

Seinasta erindið í lagi Sufjan, the Transfiguration er svona:

Lost in the cloud, a voice. Have no fear! We draw near!
Lost in the cloud, a sign. Son of man! Turn your ear.
Lost in the cloud, a voice. Lamb of God! We draw near!
Lost in the cloud, a sign. Son of man! Son of God!

Saturday, November 18, 2006

weblog

Vissir þú að áður en blogg var kallað blogg var notað hið eðlilega enska orð web-log?
Síðan var einhver vinsæll snemm-bloggari sem sneri upp á þetta og skrifaði á síðuna sína We-blog þ.e “við bloggum”. Upp úr því varð sú venja að tala um blogg.

Friday, November 17, 2006

-ismar og alþjóðamál

Bendi á grein eftir mig á Vefritinu í dag.

Thursday, November 16, 2006

Gårdakvarnar och Skit

Wednesday, November 15, 2006

Einn flottur í World Class

Ég fór í World class um daginn eins og geri oft. Það er kúl. Það sem var hinsvegar ekki kúl var uppgötvunin sem ég gerði þegar ég kominn inn í sal og búinn að “worka” eitt upphitunartækið í smástund; Ég var á nærbuxunum!
Þetta var ótrúlega óþægilegt augnablik þegar ég áttaði mig á staðreyndum málsins. Ég hafði sem sagt gleymt að fara í stuttbuxur. Mér leið samt ekkert óþægilega á meðan ég vissi ekki af þessu. Sveif bara á upphitunartækinu einsog í draumi.

Tuesday, November 14, 2006

Heitur Teitur

Mér finnst þetta vera heitasta lagið í tónlistinni í dag. Sænsk eðalperla frá Basshunter.Textinn fjallar um náunga sem er mikið á IRC-spjallinu sem var vinsælt í gamla daga. Þar er einhver Irc-notandi sem heitir Anna. Sá sem syngur lagið stendur í þeirri trú að Anna sé "IRC-Bot" en ekki manneskja. Þegar hann kemst síðan að því að hún er manneskja þá segir hann að Anna komi samt alltaf til með að vera IRC-bot í hans augum. Mjög gott.

Det finns ingen take-over som lyckas
Kom ihåg att det är jag som känner en bot
En bott som ingen, ingen annan slår
Och hon kan kicka utan att du får
Hon gör sig av med alla som spammar
Ja, inget kan slå våran bot

Allur textinn er hér

back to the future

Google-earth er skemmtilegt fyrirbæri sem margir hafa unun af. Þar er hægt að skoða jörðina og súmma inn á mikil smáatriði jafnvel. Núna hefur Google-earth fengið nýjan fídus. Þú getur farið aftur í tímann. Hálfgerður söguatlas með aðstoð nútímagervihnattamynda. Þannig getur maður séð hin fornu heimsveldi og þróun heimskorta.

Meira um það hér

Monday, November 13, 2006

Jessup

Vala og nokkrir vinir hennar í lögfræði tóku þátt í málflutningskeppni í dag. Þetta var undankeppni fyrir bandarísku málflutningskeppnina Jessup og fór því fram á útlensku. Þau sigruðu keppnina. Þau fá því að fara til Washington og spóka sig þar sér að kostnaðarlausu.
Ég samgleðst þeim. Mikið fjör.

Annars var ég sjálfur viðstaddur málflutninginn. Mér var nú fyrimunað að skilja margt af þessu enda mikið útlenskt lögfræðifagmál á ferðinni. Samt fannst mér þetta mjög spennandi. Ég skildi nógu mikið til þess.

steypuklumpar

Af Mbl.is: Bíll lenti á steyptum klossum við Reykjanesbraut

Auðvitað býst enginn við að búið sé að henda niður einhverjum steypuklump á miðjann veginn með engum viðvörunum. Þeir sem sjá um þessa vegavinnu eru apakettir og letihaugar. Tékkaðu bara á myndinni sem fylgir fréttinni.

Þetta er samt svona út um alla borg. Einhverjir steypuklumpar sem búið er að hrúga niður út um allt. Það minnsta sem hægt er að gera er að vara mann við.

Saturday, November 11, 2006

virtual-cyber-data-reality-kosning

Var shjanghæjaður í vinnu í dag í prófkjöri Samfylkingarinnar.
Oft þegar maður spurði eldra fólkið hvort það vildi rafræna kosningu eða bara kjósa á blaði þá fór það alveg í kleinu og var fljótt að biðja um blað. Ég held að orðið "rafrænt" sé bara svona framandi og óárennilegt.
Annars datt mér í hug að það gæti verið fyndið að spyrja fólkið: "Má bjóða þér virtual-cyber-data-reality kosningu?" Þá myndu ábyggilega næstum allir fara í kleinu biðja um gamla góða blaðið og blýantinn.

Friday, November 10, 2006

kryptískir frasistar

Það sem við þurfum ekki er enn einn frasinn á borð við "staldra ber við og huga að því hvernig samfélag við viljum að hér þróist." Í stað þess að fleygja fram fleiri fleiri kryptískum setningum gætu Jón og Magnús byrjað á því að svara spurningunni sjálfir:

Hvernig samfélag vilja þeir að hér þróist?

Þetta er vel mælt hjá Pawel Bartoszek í grein hans: Frasistar.
Þessir náungar verða að fara að koma út úr skápnum og segja hvað þeir vilja. Ég vona líka að þeir feli sig ekki á bak við einhverja pseudo-hagfræði þegar þeir loks fara að segja eitthvað. En það koma þeir samt líklega til með að gera. Það er svo hentugt leið fyrir þá til að fela það sem þeir eru raunverulega að hugsa.

Thursday, November 09, 2006

Tíminn

Eitt það mikilvægasta sem við getum gert er að gefa fólki tíma okkar. Við erum oft eigingjörnust á hann. Viljum ráða tímanum okkar og helst bara gefa af honum þegar okkur hentar. Ekki þegar aðrir þurfa á að halda.

Það þarf jú að hámarka tímanýtinguna eða hvað?
Kannski ættum við að endurskilgreina fyrir okkur hvað sé góð tímanýting.

Wednesday, November 08, 2006

Språkforsker Geir Olav Ødegård II

Ég verð bara að fullvissa mig um það að þú horfir á þetta myndband sem ég benti á í síðustu færslu. Hafðu ekki áhyggjur af norskunni

"She am your face"

Tuesday, November 07, 2006

Språkforsker Geir Olav Ødegård

Ég held að ég sé hér með einn mikilvægasta grínskets síðari ára. Þetta er norskur grínþáttur. Í þessum tiltekna skets er verið að grínast með húmanísk fræði svo sem málvísindi. Forvitnast er um rannsóknir Geir Olav Ødegård á enska tungumálinu. Niðurstöður rannókna hans eru mjög athyglisverðar og tala þáttastjórnendur sérstaklega um það hversu slæmt það yrði ef Geir Olav fengi ekki sinn rannóknarstyrk og öll vinna hans glataðist.

Maður þarf ekki að skilja norsku til að geta notið þessa myndbands, þótt það geri reynsluna án efa betri.

Ég mana þig til að horfa á þetta!
ps: Eirik nokkur Sördal benti mér á þetta og skal þess getið hér.

fjárreiður stjórnmálaflokka

Mikið vona ég að þetta verði að veruleika og framkvæmt almennilega.
Reynslan kennir manni samt að vera ekki of bjartsýnn.
"everybody loves money. Thats why they call it money"

Monday, November 06, 2006

White and Nerdy

"Shoppin' online for deals on some writable media
I edit Wikipedia"
Þetta segir m.a í frábæru lagi Weird Al Yankovich, White and Nerdy

Maður án höfundar

Þetta ljóð er úr ljóðabókinni Hvítur Ísbjörn eftir Ísak Harðarson.
Maður án höfundar
(sbr. 1. Mósebók 3.23,24
og mynd Kjarvals, "Krítik)

Langt inni í manninum: Lífið
---og maðurinn ekki höfundur þess.
Enn standa Kerúbarnir vörð við hliðið
og lífið er hulið loga hins sveipanda sverðs
sem rökkuraugun þola ekki að sjá.
Í myrkrinu slær maðurinn saman hugsunum
að gleðja sig við neistana
sem minna hann á eitthvað
sem hann man ekki lengur hvað er.....

Djúpt inni í manninum: Veruleikinn
--- og maðurinn ekki íbúi hans
Englaverkstjóri með hvínandi samvisku
stendur yfir honum og knýr
til að strita og yrkja jörð og huga
brjóta niður og hlaða upp að nýju
orðum,hugmyndum,heimsveldum,rykir
og stynja: "Nei, það var ekki þetta....."
----og brjóta allt niður á ný

Innst inni í manninum: Sannleikurinn
----og maðurinn ekki kunningi hans.
Nöfnin og vörumerkin halda honum föngnum,
dáleiða hann af veggjunum og
dásyngja hann á torgunum: "Kauptu MIG
---án MÍN geturðu alls ekkert gert!"
Og prinsarnir tala hrífandi Kabárutfa
og stjörnurnar óma og ljóma. Nú rökkvar
um allan hinn kringlótta heim...

Hátt yfir manninum: Mannsmiðurinn
---og bíður og þráir og fylgist með honum,
Meðan maðurinn hrapar glóandi
órói niður himininn, dreginn
helþungri byrði sinni
mannstyttunni gullslegnu,
sjálfsmyndinni misheppnuðu
"Hinn fullkomni eilífi
maður án höfundar"

Sunday, November 05, 2006

Demantar

Já, svo vil ég minna á vefritid.is.

Það var að koma inn spánýtt viðtal sem ég tók og fjallar um demantaiðnaðinn. Ég held að Hjalta og Óskari þyki einstaklega gaman að sjá við hvern viðtalið er tekið.

Já, maður

það er til bók sem ég hef ekki lesið en mér finnst grunnhugmyndin mjög góð.
Hún heitir Yes Man og er skrifuð af manni sem gerði mjög athyglisverða tilraun. Hann ákvað í eitt ár að segja já við öllu sem hann væri beðinn um að gera. Hann segir víst að fram að þessu hafi hann verið í miklum vandræðum því hann var þesskonar náungi sem var bara á kafi í því að búa til afsakanir ef hann vildi ekki gera eitthvað.
En eitt árið ákvað hann að gera þessa tilraun: segja "já" við öllu sem hann væri beðinn um. Hann skrifar síðan um það í þessari bók.

dálítið gott.

Thursday, November 02, 2006

fyndið

"everybody loves money. Thats why they call it money"
-úr kvikmyndinni Get Shorty-

Þetta er eitthvað svo fyndinn hlutur að segja.

Wednesday, November 01, 2006

andstæða vampýru

Hvernig lýsir maður veru sem er andstæða vampýru?

Hún vakir á daginn og er alltaf að gefa blóð.

“taktu það bara, ég þarf það ekki” segir hún kannski við vegfarendur um leið og hún reynir að troða upp á þau poka, fullum af vökvanum rauða.